Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2007

 

Fréttir

16. maí 2007

Burtfarartónleikar Viktors Orra Árnasonar, fiđluleikara

Laugardaginn 19. maí nk. heldur Viktor Orri Árnason, fiđluleikari, burtfarartónleika sína frá Tónlistarskóla Kópavogs sem jafnframt eru hluti framhaldsprófs hans viđ skólann. Tónleikarnir verđa í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs og hefjast kl. 16.00. Međ Viktori Orra á tónleikunum leika Agnieszka Panasiuk, píanóleikari, Eygló Dóra Davíđsdóttir og Páll Palomares, fiđluleikarar, Eydís Ýr Rosenkjćr, víóluleikari, Ţorgerđur Edda Hall, sellóleikari, og Guđrún Óskarsdóttir, semballeikari. Á efnisskrá eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Antonio Vivaldi, Ludwig van Beethoven og Max Bruch. Ađgangur ađ tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir.

Viktor Orri hóf nám í fiđluleik viđ Tónlistarskóla Kópavogs átta ára gamall ađ loknu tveggja ára námi viđ forskóladeild skólans. Fiđlukennarar hans hafa veriđ Ásdís Hildur Runólfsdóttir, Martin Frewer og núverandi kennari hans, Unnur Pálsdóttir.

Auk ţess ađ leiđa strengjasveit skólans hefur Viktor Orri margsinnis komiđ fram á tónleikum innan skólans og utan og m.a.komiđ fram sem einleikari međ strengjasveitinni. Undanfarin tvö ár hefur hann veriđ einn af konsertmeisturum Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna og á síđasta ári lék hann í tvígang međ Orkester Norden á tónleikaferđum hljómsveitarinnar í Evrópu.

Viktor Orri hefur auk fiđlunámsins lagt stund á píanóleik og tölvutónlist viđ Tónlistarskóla Kópavogs og um tíma nam hann rafbassaleik viđ Tónlistarskóla F.Í.H. Ţá hefur hann veriđ félagi í Kór Menntaskólans viđ Hamrahlíđ og nú Hamrahlíđarkórnum. Viktor Orri hefur leikiđ á rafbassa og fiđlu međ nokkrum hljómsveitum, lengst af međ hljómsveitinni Búdrýgindi, sem unniđ hefur til ýmissa viđurkenninga. Sveitin var sigurvegari Músíktilrauna áriđ 2002 og hlaut Íslensku tónlistarverđlaunin sama ár.

Viktor Orri lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ í desember síđastliđnum. Hann hyggur á frekara tónlistarnám viđ Listaháskóla Íslands nćsta haust.

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is