Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er ađ

veita öllum, sem ţess ćskja, fćri á ađ kynnast tónlistarnámi af eigin raun
skapa nemendum tćkifćri til tónlistarflutnings, jafnt innan skóla sem utan
FRÉTTIR 2011

 

Fréttir

21. nóvember 2011

Tónleikaröđ kennara: Kristinn H. Árnason 

Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Salnum miđvikudaginn 23. nóvember klukkan 19.00. Tónleikarnir eru ţeir fyrstu í tónleikaröđ kennara Tónlistarskóla Kópavogs, TKTK, ţennan veturinn. 

Tónleikarnir Kristins taka um klukkustund.
 

Efnisskrá

  • Alonso Mudarra (1510-1580)
    Romanesca II
    Pavana de Alexandre
    Fantasia
  • John Dowland (1563-1626)
    Captain Digorie Piper's Galliard
    The Most Sacred Queen Elizabeth, Her Galliard
  • Johann Sebastian Bach (1685-1750)
    Úr svítu í E-dúr BWV 1006a:
    Loure, Gavotte en Rondeau og Menuett I II
  • Isaac Albeniz (1860-1909)
    Asturias
  • Manuel de Falla (1876-1946)
    Danza de Molinero
    Homenaje "Le Tombeau de Debussy"
    Danza del Corregidor
  • Isaac Albeniz (1860-1909)
    Zambra Granadina
    Sevilla
  • Enrique Granados (1867-1916)
    Danza Espanola nr. 4 Villanesca

Um verkin og höfunda

Alonso Mudarra (1510-1580) var prestur og tónlistarmađur sem starfađi lengstum viđ dómkirkjuna í Sevilla á ţeim tíma ţegar ríkidćmi Spánverja var í sem mestum blóma eftir landafundina miklu í Vesturheimi. Flest verka hans voru samin fyrir Vihuela, hljóđfćri sem líktist nútímagítar í lögun, međ sex strengjapörum. Vihuelan hvarf af sjónarsviđinu í lok 16.aldar.

John Dowland (1562-1626) var einn fremsti lútuleikari síns tíma og afkastamikiđ tónskáld, hann samdi einleiksverk, lútusöngva og kammerverk. Tveir galliard ţćttir eru hér leiknir og var sá fyrri tileinkađur sjórćningja ađ nafni Digorie Piper en hann vann sér helst til frćgđar ađ herja á spćnsk og dönsk kaupskip međ velţóknun ensku krúnunnar, síđari Galliard ţátturinn var saminn til heiđurs Elísabetu drottningu.

J.S. Bach (1685-1750) samdi flest verka sinna af veraldlegum toga ţegar hann starfađi fyrir hinn tónelska kjörfursta í Köthen. Ţeir ţrír ţćttir sem hér eru leiknir eru úr svítu í E-dúr BWV1006a fyrir lútu. Verkiđ var upphaflega samiđ fyrir einleiksfiđlu en Bach útsetti verkiđ síđar fyrir barokklútu.

Isaac Albeniz (1860-1909) var katalónskur píanósnillingur. Spćnskar stemningar og stađir birtast ljóslifandi í verkum hans og eru umritanir á verkum hans vinsćlar međal gítarleikara. Asturias er tileinkađ samnefndu hérađi á Norđur-Spáni, Zambra Granadina byggir á dansforminu Zambra Mora sem sígaunar í borginni Granada léku og dönsuđu, dansinn er talinn upprunninn frá Márum, Sevilla byggir á dansinum sevillanas.

Homenaje eftir Manuel de Falla (1876-1946) var samiđ til minningar um Debussy og er eina verk de Falla sérstaklega samiđ fyrir gítar, í lok verksins er tilvitnun í eitt af píanóverkum Debussy, Estampes nr. 2 "La soirée dans Grenade". Danza del Molinero og Danza del Corregidor eru útsetningar á ţáttum úr ballettinum Ţríhyrndi hatturinn. Verkiđ var frumflutt í London áriđ 1919 af dansflokki Sergei Diaghilevs "Ballets Russes" og var leikmyndin í ţeirri uppsetningu hönnuđ af Pablo Picasso.

Spćnskur dans nr. 4, Villanesca eftir Enrique Granados (1867-1916) er úr safni tólf dansa fyrir píanó. Dans nr. 4 hefur yfirbragđ tignarlegs sveitadans.

Um flytjendann

Kristinn Árnason lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar áriđ 1983. Hann stundađi framhaldsnám í Englandi, á Spáni ţar sem hann dvaldi í tvo vetur og í New York ţar sem hann lauk prófi frá Manhattan School of Music áriđ 1987. Eftir námslok hefur Kristinn haldiđ fjölda tónleika í Reykjavík og á landsbyggđinni, einn og sem ţátttakandi í kammertónlist af ýmsu tagi. Hann hefur haldiđ einleikstónleika erlendis m.a. í Englandi, Hollandi, Ítalíu, Spáni, Danmörku og Bandaríkjunum. Fimm diskar međ gítareinleik hans hafa komiđ út auk annarra diska. Diskur međ verkum eftir Sor og Ponce hlaut íslensku tónlistarverđlaunin áriđ 1997 í flokki klassískra hljómdiska. Kristinn hlaut verđlaun úr minningarsjóđi Kristjáns Eldjárns áriđ 2007 og hefur hann einnig veriđ tilnefndur til menningarverđlauna DV.

Ađgangseyrir

  • Almennt miđaverđ: 1.000 kr.
  • Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og ađstandendur: Frítt.
  • 16 ára og yngri: Frítt.

 

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 578 5700 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is