Úr ađalnámskrá tónlistarskóla:

Nemendur öđlist lifandi áhuga á tónlist og tónlistariđkun međ ţví ađ
- syngja og leika á hljóđfćri
- taka ţátt í samleik og samsöng
- koma fram á tónleikum

FORSÍĐA
SKÓLINN
SKÓLADAGATAL
NÁMIĐ
Hljómsveitir
Samleikur
Tónleikar
Námsmat
Skólareglur
Til foreldra
Samstarfsađilar
TÓNVER
SKÓLAGJÖLD
KENNARAR
MYNDASAFN
TENGLAR

 

Námsgreinar

Fjöldi námsgreina stendur til bođa í Tónlistarskóla Kópavogs. Nám allflestra nemenda skólans hefst í forskólanum, sem er samţćtt byrjendanám til undirbúnings frekara námi í hljóđfćraleik.

Ţegar hefja skal nám í hljóđfćraleik geta nemendur valiđ á milli allra helstu hefđbundinna strengja- og blásturshljóđfćra auk píanós. Ţá er bođiđ upp á nám í einsöng, tölvutónlist og tónfrćđagreinum. Hver nemandi stundar nám í ađalgrein auk tónfrćđagreina.

Skipulag hljóđfćranámsins

Samkvćmt ađalnámskrá tónlistarskóla skiptist námiđ í ţrjá megináfanga; grunnnám, miđnám og framhaldsnám og lýkur hverjum áfanga međ áfangaprófum, annars vegar í hljóđfćraleik og hins vegar í tónfrćđagreinum. Ţessi áfangaskipting kemur í stađ eldri stigaskiptingar og er nemendum skólans ekki rađađ í stig innan áfanganna.

Námstími innan hvers áfanga er breytilegur og rćđst m.a. af aldri, ţroska, ástundun og framförum. Miđađ er viđ ađ flestir nemendur sem hefja hljóđfćranám 8-9 ára ljúki grunnnámi á um ţađ bil ţremur árum. Í miđ- og framhaldsnámi eykst umfang námsins og sá tími sem tekur ađ ljúka áföngunum.

Ađ jafnađi fer hljóđfćranám fram í einkatímum og fćr nemandi í 1/1 námi 60 mínútna kennslu í ađalgrein í viku hverri. Byrjendur eru ađ jafnađi í 2/3 námi og fá 40 mínútna kennslu í ađalgrein á viku. Einnig býđur skólinn byrjendum upp á nám í litlum hópum á blokkflautu, fiđlu og gítar. Ţá er einnig bođiđ upp á nám fyrir börn í fiđluleik, píanóleik og sellóleik samkvćmt Suzuki-ađferđ.

Sem hluta af námi sínu sćkja nemendur tíma í tónfrćđagreinum ásamt sinni ađalgrein. Í grunn- og miđnámi er um ađ rćđa samţćtt nám í tónfrćđum, tónheyrn, hlustun, sköpun og tónlistarsögu. Í framhaldsnáminu taka viđ ađskildir tímar í hljómfrćđi, tónheyrn og tónlistarsögu, auk valgreina.

Í náminu er lögđ áhersla á samleik af ýmsu tagi, m.a. međ kennslu í kammertónlist, og lögđ er rćkt viđ ađ nemendur komi fram á tónleikum innan skólans, sem eru fjölmargir.

Í forskólanum eru nemendur frá sjö ára aldri undirbúnir fyrir frekara nám í hljóđfćraleik.

 

 
  Einsöngur
Gítar
Harpa
Suzuki-nám
Fiđla
Víóla
Selló
Kontrabassi
Píanó
Orgel
Harmonika
Trompet/Kornett
Básúna
Barítónhorn
Túba
Blokkflauta
Ţverflauta
Óbó
Klarínetta
Saxófónn
Tölvutónlist
Tónfrćđagreinar
Forskóli

 

Tónlistarskóli Kópavogs | Tónlistarhúsi Kópavogs | Hamraborg 6 | 200 Kópavogur | Sími 570 0410 | tonlistarskoli@tonlistarskoli.is